Föstudagur á ný

Hæ,

Fékk alveg frábærar fréttir í gær. Náði hinum tveim prófunum sem ég tók í lok Nóv og byrjun Des. Var meira segja bara nokkuð hár. Þannig að ég er alsæll kappi í dag og meira að segja byrjaður að læra og búinn að taka til.

Yndisleg fyrrum mágkona
var einnig að fá fínar fréttir og hennar mál virðast að vera að leysast á jákvæðan hátt.

Hins vegar var góður félagi að missa vinnuna sína og ég vona að hann fái uppreisn æru síðar. Góður piltur þar á ferð, en ekki allir sem vilja sjá það því miður.

Já, börnin eru hjá mér núna og mikið fjör hérna. Ég og Dísa erum nú ekki alveg að sjá hlutina með sömu augum og þurfum eitthvað að ræða betur og reyna að samræma okkar sýn á veröldina.

Jæja, best að halda áfram. Vonandi hafið þið það sem best og nú er sko stutt í jólin.

kveðja,

Arnar Thor

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Til hamingju með prófin, frábært að fá svona góðar fréttir.
Skrýtið að þið Dísa séuð ekki sammála, "alltaf" er ég sammála því sem mín börn segja og vilja!!! ;-)
Bestu kveðjur Munda og co
Sif sagði…
Til lukku með prófin.
Þú verður bara að venja þig við þá tilhugsun að konur hafa ALLTAF rétt fyrir sér, stórar og smáar, ungar og aðeins eldri!
Njóttu lífsins

Vinsælar færslur